151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:50]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Forseti. Ekki virðist hv. þingmaður hafa hlustað á mig frekar en fyrri daginn. Ég var ekki að saka hann um neitt. Ég var einmitt að biðja hann um að sýna ekki heigulskap. Það er tvennt ólíkt. Það er athyglisvert að hv. þingmaður skuli ekki hafa náð spurningum mínum niður. Það er ekki eins og ég hafi búið þær til hér í þingsalnum, þær eru allar í þessu örstutta frumvarpi. Ég las upp nákvæmlega út á hvað þetta frumvarp gengur en hv. þingmaður kom af fjöllum. Hann náði ekki að skrifa niður eftir mér. Hann ætti kannski að lesa frumvarpið sem hann hefur svona gríðarlega mikla skoðun á. Ég endurtek spurningar mínar og þarf ekki að endurtaka þær með orðum af því að hv. þingmaður hlýtur að kunna þær utan að eða vera með þær fyrir framan sig ef hann hefur lesið frumvarpið. Ég kannski bæti einni við: Hefur hv. þingmaður lesið frumvarpið?