146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:20]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér talar hæstv. heilbrigðisráðherra um að Björt framtíð sýni ábyrgð. Er það ábyrgð að horfa upp á innviði grotna niður? Er það ábyrgð að sjá skólana okkar, sem eiga að takast á við framtíðina, vera hálfdrættinga á við Norðurlöndin? Er það ábyrgð að vera ráðherra málaflokks og horfa upp á að þurfa að skera niður sjúkrahúsþjónustu á næsta ári í stað þess að sækja tekjur og jafna kjörin? Nei, frú forseti. Það er heigulsháttur að hlaupa frá kosningaloforðum sínum og það er undirlægjuháttur að gefa allt eftir til stóra flokksins í stjórnarsamstarfinu.