154. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2024.

afturköllun vantrauststillögu.

[16:52]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Forseta hefur borist svohljóðandi bréf frá Ingu Sæland, 7. þm. Reykv. s., um afturköllun máls:

„Í ljósi sláandi fregna af veikindum matvælaráðherra hefur Flokkur fólksins ákveðið að draga til baka áður fram komna tillögu á þskj. 895, mál nr. 593, um vantraust á matvælaráðherra. Við sendum Svandísi Svavarsdóttur kærleiks- og batakveðjur.“ (Gripið fram í: Heyr, heyr.)