Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

sala Íslandsbanka.

[14:14]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég hef nú talið hingað til að það sé mjög mikilvægt að við förum vel yfir þetta mál og m.a. hef ég sjálf verið kölluð til svara hjá hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Nefndin er búin að funda mikið og oft um þetta mál og vandað sig mjög í sinni vinnu sýnist mér, utan frá séð. Það sem ég segi hér skýrt er að mér sýnist ekkert í vinnu nefndarinnar hafa leitt það fram, né heldur skýrsla Ríkisendurskoðunar, að lög hafi verið brotin. Ég veit ekki hvað mun koma fram í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, en ég er sammála hv. þingmanni um að það svarar auðvitað bara afmörkuðum hluta spurninga. En ég ítreka það að ekkert við meðferð nefndarinnar hefur bent til þess að lögbrot hafi verið framið. Nú er það auðvitað í höndum nefndarinnar að ljúka sinni afgreiðslu á málinu og þá mun væntanlega gefast kostur á að ræða þessi mál ítarlegar hér í þingsal, en ég ítreka þessa skoðun mína að mér hefur ekki sýnst neinar ábendingar vera um neitt slíkt.