Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vildi bara minna forseta á að í 23. gr. laga um þingsköp stendur, með leyfi forseta:

„Til fastanefnda getur þingið vísað þeim þingmálum sem lögð eru fram og þörf þykir að nefnd íhugi. Vísa má máli til nefndar á hverju stigi þess. Sé það gert áður en umræðu er lokið þá skal henni frestað.“

Það er í raun ekkert flóknara en það þegar allt kemur til alls. Það er hægt að gera þetta og er mjög einfalt. Það er mjög augljóst að það er eina úrræðið í þeirri stöðu sem við erum í, bara upp á virðingu við þingið. Það er ekki oft sem við glímum við mál, sem greinilega á að samþykkja, sem fengið hefur svo neikvæðar umsagnir; þar sem við erum í þeirri stöðu að hluti stjórnarinnar er búinn að segja að það þurfi breytingartillögur á meðan annar hluti stjórnarinnar segir: Nei, nei. Engar breytingartillögur. Þetta er ekki tækt mál til umræðu í þingsal, (Forseti hringir.) en við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með að fá að ræða þetta mál sem fyrst var lagt fram fyrir fimm árum síðan. En undir þessum formerkjum er það samt alveg fáránlegt.