Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er umfjöllun í Fréttablaðinu, sem skiptir máli fyrir umfjöllun þessa máls, og er dálítið athyglisverð og alvarleg. Þar er verið að fjalla um bréf frá embætti ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis þar sem vitni á vettvangi segja í raun að ríkislögreglustjóri fari með rangt mál þegar hann segir að lögregla hafi ekki getað tryggt öryggi á vettvangi með 20 lögregluþjónum gegn einhverjum sex aðilum, ásamt þeim sem voru þarna í búsetuúrræði, sem voru þarna til þess að skrá meðferð lögreglu á viðkomandi hælisleitendum, og að það sé einhvern veginn ógn við öryggi lögreglunnar. Við erum í þeirri stöðu, (Forseti hringir.) eins og hefur komið fram hér með nokkrum dæmum, núna bara þessu glænýja dæmi, að (Forseti hringir.) valdstjórnin hérna er að misnota vald sitt aftur og aftur í þessum málaflokki og það gengur ekki.