153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa einu mínútu. Ég lýsti því yfir í upphafi þessarar umræðu að ég er hér inni að tala vegna þess að ég tel það skyldu mína sem þingmaður að tryggja að það sem út úr þessum sal kemur uppfylli stjórnarskrá og alþjóðlega sáttmála. Ég mun halda áfram að tala þangað til einhver óháður aðili segir mér í minnisblaði, sem allsherjar- og menntamálanefnd getur óskað eftir, að hér sé eitthvað sem ekki brjóti í bága við þetta. Þá skal ég hætta að tala. En meðan það er ekki gert held ég að það væri góður bragur á því að hæstv. forseti Birgir Ármannsson nýtti sér þau völd sem hann hefur (Forseti hringir.) og nýtti sér þau fordæmi sem hann hefur (Forseti hringir.) og sendi málið aftur til allsherjar- og menntamálanefndar til að fá það almennilega unnið.