Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:15]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Já, mögulega stendur til að gera einhverjar stórfenglegar breytingar á þessum málum sem verða þess valdandi að við þurfum ekki að tala okkur hás til að reyna að sannfæra stjórnarliða um að gera ekki þau hræðilegu mistök sem samþykkt þessa frumvarps er. Ef það er raunverulega málið, þá verður auðvitað að sýna það í verki, virðulegur forseti. Ef það stendur í alvörunni til að koma með breytingar sem gera þetta mál á einhvern hátt ásættanlegt eða jafnvel gott fyrir réttindi flóttafólks á Íslandi, þá myndi flýta mjög mikið fyrir afgreiðslu málsins að kalla það inn til nefndar nú þegar svo hægt sé að gera viðeigandi breytingar á því, þannig að við þurfum ekki að eyða allri þessari orku í að sýna fram á hvað þetta sé neikvætt frumvarp. Af hverju ættum við að trúa því að til standi að gera einhverjar breytingar þegar allar þessar umsagnir liggja og hafa legið fyrir og engar breytingar hafa verið gerðar? Umsagnirnar lágu fyrir áður en þetta mál fór út í 2. umr. Köllum málið aftur inn núna.