Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í ljósi þeirra athugasemda sem komið hafa fram við frumvarpið í tengslum við réttindi barna og brot á þeim þá langar mig formlega að óska eftir því við hæstv. forseta að óskað sé eftir hæstv. mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, til að taka þátt í umræðu á morgun þar sem við getum fengið skilning ráðherra á því af hverju sé verið að fjarlægja mörg af þeim réttindum sem hæstv. ráðherra og fyrrverandi hæstv. dómsmálaráðherra og núverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra komu inn í lögin síðast þegar þetta var uppfært. Og að hér sé verið að brjóta barnasáttmála, hér sé verið að brjóta barnalög á Íslandi er eitthvað sem hæstv. ráðherra verður að koma og svara fyrir.