Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:49]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langar að byrja á því að færa þakkir til frú forseta fyrir að hafa komið þessari beiðni áleiðis til ráðherra. Þekkjandi hæstv. ráðherra trúi ég því ekki að hann muni skorast undan því að sýna það að börn skipta máli, jafnvel börn á flótta. Ég treysti því að hann komi hér að ræða við okkur. Hæstv. forseti Birgir Ármannsson hefur tjáð okkur að hér verði kvöld- og næturfundir út vikuna þannig að ef hæstv. ráðherra á erfitt með að komast á dagtíma þá verðum við hér bara á kvöldin. Það er ekkert mál. Ég hlakka til að fá að ræða þessi mál í einlægni hér við hæstv. ráðherra.