Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:08]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Gildra eða ekki gildra; þetta er alla vega tæki sem er óboðlegt að nýta. Þetta er fullkomlega óboðlegt tæki að nýta til þess að synja umsækjendum um efnislega meðferð. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. að ekki sé gerð krafa um að móttökuríki sé aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ótækt. Við getum vísað umsækjendum til einhvers ríkis sem er ekki einu sinni aðili að flóttamannasamningi þannig að það uppfyllir ekki einu sinni lágmarkskröfur þegar kemur að málefnum fólks á flótta heldur vísar því bara burt og hefur ekkert með viðkomandi manneskju að gera og í raun og veru, eins og Rauði krossinn orðaði það einhvers staðar, setur fólk út á guð og gaddinn. Þetta er óboðlegt tæki. Þetta er óboðlegt í lögum sem eiga að fara í gegnum Alþingi Íslendinga, það er óboðlegt að koma svona (Forseti hringir.) fram við fólk. Þetta er óboðleg stjórnsýsla varðandi réttindi fólks á flótta.