Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[21:09]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er ég búinn, nokkrar síðustu ræður, að fara yfir stöðu barna sem íslenska ríkið ætlar að gera ríkisfangslaust, hóp sem íslenska ríkið ætlar að fjölga ef tillögur dómsmálaráðherra og meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar verða að lögum. Á þetta var bent í skýrslu Rauða krossins á Íslandi um einstaklinga í umborinni dvöl og á þetta hefur verið bent ítrekað í tengslum við þessa umræðu undanfarna daga. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við viljum fá hæstv. barnamálaráðherra til að vera við þessa umræðu og taka þátt í henni og lýsa sinni sýn á þessa þróun. Mig langar að spyrja forseta hvaða boð hafi borist frá ráðherra frá því að við spurðum síðast um það hvenær við megum eiga von á honum í hús.