Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:13]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Eins og forseta er nú kunnugt, hafandi hlustað á umræðurnar hér í þessu máli, þá er fjöldinn allur af atriðum í frumvarpinu sem vekur verulegar spurningar um það hvort ákvæði samræmist stjórnarskrá, ýmsum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er mýgrútur af ósvöruðum spurningum varðandi það hvort þetta mál sé tækt til að vera samþykkt af þinginu sem vill standa vörð um réttindi einstaklinga. Þetta tengist auðvitað forseta með þeim hætti að um það var beðið um það í umfjöllun allsherjar- og menntamálanefndar hér fyrir jól að leitað yrði álits Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands á þessum álitaefnum og þegar kemur að aðkeyptri sérfræðiaðstoð er forseti Alþingis einmitt hliðvörðurinn. (Forseti hringir.) Hvers vegna vildi forseti ekki aðgæta þetta? Gefum okkur að meiri hlutinn í allsherjar- og menntamálanefnd (Forseti hringir.) sé í alvöru svona glannalegur, af hverju hafði ekki forseti vit fyrir þeim og bað um þetta álit sem við þurfum?