152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[20:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég er alveg sammála henni. Við þekkjum þetta af eigin raun. Það er ekki svo langt síðan að það fyrsta sem okkur var ráðlagt þegar við fórum til útlanda með farsímann var að slökkva á símanum: Passið ykkur að vera ekki að fá símtöl vegna þess að það er allt of dýrt. Þessu var sem betur fer breytt. Núna hefur enginn áhyggjur þó að hann sé með kveikt á símanum sínum erlendis. Það sýnir okkur alla vega að við vorum á réttri leið þar. Ég hef trú á því að því einfaldara — en eins og ég segi hefði ég verið rosalega ánægður ef þessi 130 blaðsíðna bók hefði verið eitt A4 blað. [Hlátur í þingsal. ] Þá hefði ég ekki haft miklar áhyggjur af þessu. En þar sem það er ekki þá hef ég svolitlar áhyggjur. Ég hefði viljað og eiginlega gert kröfu um að þetta væru kannski 10% af þessum 130 blaðsíðum. (Forseti hringir.) Ég held að þannig hefði verið hægt að gera það og þá hefði það verið skiljanlegra.