Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:34]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það hefði verið gott að hafa hæstv. forseta Birgi Ármannsson hér áfram vegna þess að ég hafði hug á að svara athugasemd hans. En ég vona að hann sé einhvers staðar við viðtækin að hlýða á þessa ræðu mína. Þó að það sé vissulega rétt hjá hæstv. forseta að þingsköpin geri ráð fyrir því að hægt sé að kalla málið inn milli 2. og 3. umr. gera þingsköpin líka ráð fyrir því að hægt sé að kalla inn frumvörp við 2. umr. Það er sjaldan jafn viðeigandi og í tilfelli sem þessu þar sem efasemdir eru uppi um hvort frumvarpið eins og það liggur fyrir standist stjórnarskrá og það hefur sjaldan verið jafn óviðeigandi að senda frumvarp í atkvæðagreiðslu og þegar slíkar efasemdir eru uppi. Og þegar það liggur líka fyrir að meiri hlutinn hefur hug á að gera einhverjar breytingar á málinu. Einmitt þá er ástæða til að kalla málið inn þrátt fyrir að 2. umr. sé hafin og áður en henni lýkur.