Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[02:18]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég bað um orðið þar sem ég sá að hv. þingmenn meiri hlutans voru að ganga í gegnum þingsalinn. Ég gerði mér vonir um að þau myndu taka þátt í þessari umræðu með okkur fyrst þau eru hér í húsi en svo er ekki. Það er samt gott að verið sé að hlusta á okkur og vonandi verða þessi atriði tekin til greina sem hefur verið komið hér á framfæri. Við erum ekki bara að segja eitthvað, ég er ekki bara að vísa í einhverjar reglur í stjórnsýslulögum og ég er ekki bara að vísa í einhver orð varðandi lagaáskilnað og árekstra og eitthvað svoleiðis milli sambærilegra ákvæða í tveimur mismunandi lagabálkum. Það eru ákvæði í þessu lagafrumvarpi sem valda okkur þingmönnum stjórnarandstöðunnar verulegum áhyggjum og líka sérfróðum aðilum sem hafa sent inn umsagnir. Ég hlakka til að sjá hvernig hv. allsherjar- og menntamálanefnd mun taka þetta til umfjöllunar.