145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:26]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir krefur mig hér svara sem ég ætla einungis að veita í atkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. (Gripið fram í.) Ég tel, eins og hér hefur komið fram í umræðunni, bæði fyrr og síðar, að margt hafi verið býsna vel gert í þróunaraðstoð Íslands, jafnvel þótt sumt hafi verið gert á okkar forsendum og kannski einmitt vegna þess að við höfum ákveðna yfirburði í fiskveiðum og jarðhitafræðum. En margt hefur verið vel gert og ég vona, hvernig sem þessum málum verður háttað, að menn vandi sig vegna þess að það er vandamál að koma fram gagnvart öðrum þjóðum þar sem við komum fram sem gestir.