Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:58]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langaði að inna eftir því hvort einhver viðbrögð hafi borist frá hæstv. ráðherrum ríkisstjórnarinnar um það hvort þeir sjái sér fært að taka þátt í umræðunni, sérstaklega í ljósi þess að hér voru greidd atkvæði um að lengja fundartíma þannig að ljóst er að umræðan er mikilvæg og lögð áhersla á að hér fari fram umræða um málið, hvort það sé ekki rétt að þeir nýti sér þennan möguleika til að eiga við okkur samtal og umræður um þetta frumvarp sem er svo mikilvægt, að því er virðist, fyrir ríkisstjórnina að koma í gegn, að hér er fundartími lengdur. Ég kalla eftir því hvort einhver viðbrögð eða eitthvað slíkt hafi borist og mögulega hvenær við munum sjá hæstv. ráðherra hér í ræðustól.