Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 61. fundur,  6. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:23]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég finn mig knúinn til að benda á það sem bent hefur verið á hér við fyrri umræður um fundarstjórn forseta, að hér er ekki að finna neinn þeirra þingmanna sem greiddu þó atkvæði með því að umræðan yrði lengd, væntanlega á þeim forsendum að þessir sömu þingmenn hygðust taka þátt í umræðunni. Ég verð líka að nýta tækifærið og lýsa yfir vonbrigðum yfir því að ég taldi mig hafa óskað eftir að fara aftur á mælendaskrá við lok síðustu ræðu, en það virðist eitthvað hafa misfarist. Fyrir vikið eru áheyrendur enn þá í mikilli óvissu um það hverjar athugasemdir Solaris voru raunverulega. Ég vil því gera athugasemd við það að mælendaskrá sé ekki viðhaldið með fullnægjandi hætti.