132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:35]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður hefur greinilega fengið það hlutverk hjá hv. þm. Kristjáni Möller að spyrja um þetta. Þetta er mál sem hann hefur alveg eignað sér. Hins vegar fer hv. þingmaður (Gripið fram í.) ekki rétt með. Þá hefur hv. þm. Kristján Möller ekki farið rétt með það sem gerðist á fundi sem vitnað er til. Það er ekki þannig að ég hafi sagt að samstarfsflokkurinn hafi stöðvað þetta. Ég sagði eingöngu að ekki hefði náðst um það pólitísk samstaða að fara út í það að endurgreiða hluta flutningskostnaðar vegna iðnaðarframleiðslu eða vegna iðnfyrirtækja á landsbyggðinni. Þannig stendur málið og þetta segir skýrslan og það er engu við það að bæta.