138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:59]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Við fjöllum hér um eitt mikilvægasta mál sem þingið hefur fjallað um í lýðveldissögunni. Í ljósi þess hvernig á málum hefur verið haldið hér innan dyra á þinginu í allri vinnu í kringum þetta mál, í ljósi þess hversu tvísýnt þetta mál er á þinginu, í ljósi þess hversu djúpstæður ágreiningur er meðal þjóðarinnar í þessu máli mun ég styðja það að við leitum til þjóðarinnar til að kveða upp síðasta dóm í þessu máli. Ég segi já.