151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:41]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða gott mál sem tekur á því að fjölskyldur í nútímasamfélagi eru með ýmsu móti og fólk sinnir foreldraskyldum sínum á ýmsan hátt jafnvel þó að það búi ekki saman og í þessu máli er reynt að nálgast þann veruleika. Ég á þó hlut að breytingartillögu ásamt tveimur öðrum þingmönnum þar sem gert er ráð fyrir því að tryggt sé af hálfu ríkisins að búnaður sem fötluð börn þurfa á að halda sé fyrir hendi á báðum þeim heimilum sem barnið á.