151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:42]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þetta annars góða mál vantar, og þess vegna hefur breytingartillaga verið lögð fram af minni hálfu og tveggja annarra þingmanna, að tryggja að fjölskyldur barna með ákveðna fötlun fái að njóta sömu tækifæra og aðrar fjölskyldur í því samhengi. Það hefði verið rétt að stíga það skref til fulls núna við afgreiðslu þessa máls, m.a. með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og gildistakan er ekki fyrr en í janúar þannig að fullt svigrúm og ráðrúm hefði verið til að bæta úr því að þessu leyti. Það eru vonbrigði að meiri hluti nefndarinnar hafi ekki fallist á það. Ég tel að í þessu máli stöndum við alveg á bríkinni með það að mæta jafnréttis- og jafnræðissjónarmiðum og ég biðla til þingmanna að styðja þessa breytingartillögu.