151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:43]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessu máli liggur fyrir að eftir að þetta frumvarp nær fram að ganga þarf að gera fleiri breytingar sem hanga á þessu máli, sem tengjast þeim skipulagsbreytingum og fyrirkomulagsbreytingum sem frumvarpið felur í sér. Það hefur verið rætt af hálfu stjórnarmeirihlutans í nefndinni að það verði gert og það er áréttað í nefndaráliti. Ég held að þingmenn geti treyst á að þeim málum verði fylgt eftir sem hér hefur verið vikið að. Það á hins vegar ekki að trufla, að okkar mati, að þessu máli verði lokið núna þannig að hægt sé að hefja þá vinnu sem frumvarpið gerir ráð fyrir.