Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.

485. mál
[13:34]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og tek undir með honum að þetta eru raunverulega flýtigjöld sem er verið að ræða um en á höfuðborgarsvæðinu væri réttnefnið tafagjöld hvað varðar gjaldtökuna á grundvelli samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. En þessu til viðbótar fagna ég því sérstaklega að það sé rammað inn að ein framkvæmd sé í hverju félagi. Ég held að það sé skynsamleg nálgun með sambærilegum hætti og var viðhöfð í Hvalfjarðargöngunum hjá Speli. En þá kemur upp hugsunin: Nú er innviðaráðherra búinn að flagga þreföldum nýjum gjaldahugmyndum. Það eru samvinnuverkefnin, samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og síðan eru það ný gjöld í öllum jarðgöngum sem þegar hafa komið til notkunar á Íslandi. Sér hæstv. hv. þingmaður fyrir sér að innviðaráðherra sæi þetta fyrir sér rekast á við þær hugmyndir þar sem hann leggur fram að það skuli leggja fram gjöld á öll þegar grafin göng til að borga fyrir ný? (Forseti hringir.) En þarna er skynsamlega haldið á málum, að hvert félag sé eingöngu um eitt verkefni.