Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[15:32]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég kem hérna líka vegna orða hv. þm. Orra Páls Jóhannssonar. Það er stigsmunur á skýrsluumræðu og sérstakri umræðu. Það er auðvitað fagnaðarefni að hæstv. forsætisráðherra ætli að mæta hérna í þessa sérstöku umræðu á morgun. Sú umræða sem verður í dag er hins vegar með talsvert ólíku sniði. Þar fá þingmenn leyfi til að tala í tíu mínútur og síðan fimm mínútur. Það verða leyfð andsvör. Þetta gildir líka um hæstv. forsætisráðherra, þannig að ég hlýt þá bara að hvetja hæstv. forsætisráðherra til að taka þátt í skýrsluumræðunni á eftir. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)