Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:17]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti getur reynt að verða við þessari beiðni hv. þingmanns en kannski ekki í þessum töluðu orðum. Fyrir því eru fordæmi að það sé vísað frá fyrirspurnum til forseta. Tekið skal fram að það er vísað til stjórnsýslu þingsins í því ákvæði sem heimilar fyrirspurnir til forseta og síðan er skýrt í öðrum greinum þingskapalaga, frá og með 90. gr. ef ég man rétt, hvað fellur undir stjórnsýslu þingsins. Ég held að hv. þingmaður átti sig betur á því ef hún kynni sér það að efni fyrirspurnar hv. þm. Jóhanns Páls Jóhannssonar getur ekki fallið þar undir.