Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:43]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Vegna þessarar fyrirspurnar hv. þingmanns þá verður forseti að gera grein fyrir því að hinar skiptu skoðanir í þessu máli snúast um það hvort málið, þ.e. greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá sumrinu 2018, sé eðli málsins samkvæmt á forræði Ríkisendurskoðunar og lúti þar með þeim réttarreglum sem þar eiga við eða hvort um sé að ræða hluta af stjórnsýslumáli hjá Alþingi. Það hvort forseta er heimilt að birta eitthvað í þessum efnum ræðst af þessu mati. Þannig að þar er kjarni deilurnar, ef svo má að orði komast, um þetta atriði.