Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:18]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Ég hef velt því fyrir mér hversu lengi maður þurfi að vera í lögfræði til að ná utan um svona lagaklæki eins og hér er verið að beita. (Gripið fram í: … sex ár, ég get sagt þér það.) Mér finnst bara svolítið sérstakt að hér skýla menn sér á bak við að þetta sé ekki hluti af stjórnsýslunni. Ég veit ekki betur en að ríkisendurskoðandi, hver sem hann er, hvort sem hann er skipaður eða settur, heyri beint undir Alþingi og það sé verið að flækja málið og snúa út úr með því að halda því fram að þetta sé eitthvert vinnuplagg í löngu ferli ríkisendurskoðanda. Þessi tiltekni setti ríkisendurskoðandi sendi frá sér greinargerð sem var ætluð Alþingi, þannig að ég bara átta mig ekki á því hvað er verið að fara með þessu. Ég er bara feginn núna að hafa ekki farið í lögfræði.