153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

úrræði fyrir fatlað fólk með fíknivanda.

[15:53]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst að hér er um að ræða mjög þungan hóp og það er mikil þörf á samvinnu stofnana og aðila sem koma að þjónustu við umræddan hóp. Ég held að samþætting þjónustunnar sé lykilatriði þar eins og á svo mörgum öðrum sviðum í heilbrigðis- og félagsþjónustunni hjá okkur. Á fíkniefnadeild LSH er boðið upp á afeitrun, má segja, en ekki meðferð og hún tekur auðvitað á móti fötluðu fólki líkt og öðrum. Á Kleppi var starfrækt sérhæfð endurhæfingargeðdeild, sem er ekki lengur en hluti þeirrar starfsemi var fluttur á LSH við Hringbraut. Einhver fara í Krýsuvík en þar kannski skortir akkúrat sérhæfðari úrræði fyrir þau sem eiga við fötlun að stríða. En ég þekki ekki til þess hvort einhver vinna sé farin í gang á Vogi eða hjá SÁÁ. (Forseti hringir.) Ég vil nefna það líka að á samráðsþingi nýlega um landsáætlun um innleiðingu (Forseti hringir.) á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var þetta eitt af þeim atriðum sem var til umræðu og ég vonast til að það verði tekið á því í þeirri vinnu líka.