151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[18:47]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki viss um að öldrunarstofnanir og heilbrigðisstofnanir úti um landið séu sammála því að aðhaldskröfurnar skipti engu máli. Það þrengir sannarlega að þeim þegar þarf að skera niður ár eftir ár og enn aftur á næsta ári eins og þessi áætlun gerir ráð fyrir. Nú hafa stjórnarflokkarnir sameinast um að setja mjög metnaðarfullt skuldamarkmið, að stöðva skuldasöfnunina árið 2025 og hlutfallið verði undir 50% sem er bara fáheyrt í alþjóðlegum samanburði. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann viti um einhverja þjóð sem er að glíma við djúpa efnahagslægð í heimsfaraldri sem hefur sett sér slíkt skuldaviðmið.