Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 73. fundur,  6. mars 2023.

Sundabraut og samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins.

768. mál
[18:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum hér að ræða um Sundabraut sem ég tel því miður að sé draumur í dós, það verður sennilega svipað með Sundabraut og með ofanbyggðaveg sem var settur á eða a.m.k. kominn á dagskrá fyrir 40 árum þegar ég flutti í Hafnarfjörð. Þá var hann að koma, var bara alltaf að koma og svo endaði það með því að hann kom ekki. Svo kom afsökunin, það var ekki hægt að gera ofanbyggðaveg vegna þess að Garðabær var búinn að eyðileggja fyrir því að það væri hægt. En þá væri hægt að bora bara undir Garðabæinn, sleppa honum. Við þurfum ofanbyggðaveg. Ef við værum með ofanbyggðaveg væri ekki eins mikil þörf á öðru og ekki eins mikil umferð á Reykjanesbrautinni. Við erum oft að byrja á öfugum enda og ég held að það væri sennilega best að leysa þetta strax með því að byrja á ofanbyggðavegi vegna þess að Sundabrautin er einhver draumur í dós. Ég sé ekki fram á að hún komi.