138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

búferlaflutningar af landinu.

[13:50]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Þá hefur það verið skýrt að hæstv. forsætisráðherra hefur áhyggjur af þessu og ríkisstjórnin er að ræða málin. Það er ár síðan flokkur hæstv. forsætisráðherra tók við stjórnartaumunum og átti að hafa svo mikið verkstjórnarvit, meira en nokkurn tíma hefði þekkst áður í landinu miðað við það sem fjallað var um í fjölmiðlum. Þess vegna finnst mér skjóta svolítið skökku við að ekki hafi komið fram skýrari svör við því til hvaða aðgerða á að grípa.

Nú er það svo að sjávarútveginum eru búin þau skilyrði að um framtíð hans ríkir óvissa vegna hugmynda ríkisstjórnarflokkanna um fyrningarleiðina. Af hálfu hæstv. umhverfisráðherra er verið að sporna við því að aflað verði meiri orku með dæmalausum ákvörðunum varðandi virkjanir og aðalskipulag vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Við verðum og sérstaklega þeir sem bera þá ábyrgð að sitja í ríkisstjórn að veita fólki von (Forseti hringir.) um það að við völd sé fólk sem hefur kjark til að skapa þannig aðstæður að fólk vilji og geti verið hér áfram og þar er það atvinnan sem skiptir mestu máli.