143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[21:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að kvarta undan fundarstjórn forseta vegna þess að hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hafði óskað eftir því að hæstv. ráðherrar væru viðstaddir þegar hún hæfi ræðu sína hér. Ekki var orðið við þeim óskum og mig langar að spyrja hæstv. forseta: Gerði hæstv. forseti eitthvað til að þessir aðilar yrðu viðstaddir hérna? Er ekkert farið að óskum þingmanna? Meiri hluti þings kemur hér hlaupandi klukkan sex og ætlast til þess að fólk vinni hér fram eftir kvöldi, sem er út af fyrir sig allt í lagi ef þeir sjálfir eru þá á staðnum. Ég vil spyrja hvort forseti hafi í rauninni reynt að fá þetta hæstvirt fólk til að sitja hér.

Svo vil ég líka taka undir með hv. þm. Helga Hjörvar (Forseti hringir.) um að það verður náttúrlega að leyfa fólki (Forseti hringir.) sem sjaldan kemur í ræðustól og hefur mikið að segja, eins og hæstv. fjármálaráðherra hafði hér áðan, (Forseti hringir.) að leyfa þeim að tala án þess að hringt sé (Forseti hringir.) í eyrun á þeim alveg endalaust.