146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

landmælingar og grunnkortagerð.

389. mál
[14:06]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þingheimi fyrir að hafa unnið þetta góða mál í sátt og samvinnu og þakka fyrir þær breytingar sem mér sýnist verða gerðar á því og að opinber gögn er varða landmælingar verði jafn aðgengilegar og gögn í öðrum stofnunum og að skattfé almennings verði nýtt eins og best er á kosið með þeim breytingum sem hér eru gerðar. Takk fyrir það.