138. löggjafarþing — 77. fundur,  18. feb. 2010.

snjómokstur í Árneshreppi.

[10:57]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Ég saknaði þess að hæstv. samgönguráðherra mundi lýsa því yfir að hann ætlaði að beita sér fyrir því að vegurinn í þetta sveitarfélag yrði mokaður, og lýsi furðu minni á því að það sé hættulegt fyrir snjóruðningsmenn að moka vegi eftir áramót en ekki fyrir áramót.

Ég skora hér með á samgönguráðherra að koma upp og beita sér fyrir þessu. Það er alveg rétt, það hefur verið skorið niður en forgangsröðunin liggur hjá samgönguráðherra og það er alger svívirða að eitt sveitarfélag skuli búa við svo skertar samgöngur þrátt fyrir að það sé fámennt. Þarna er atvinnustarfsemi, þarna er landbúnaður, þarna er ferðaþjónusta og mér finnst að samgönguráðherra ætti að beita sér fyrir breyttri forgangsröðun. Hann hélt ágæta ræðu um Evrópusambandið í gær og ég hygg að íbúar Árneshrepps mundu frekar vilja fá mokað þangað og að hann hætti að réttlæta fjármagn sem fer í þá umsókn. (Gripið fram í: Og heyrirðu það.)