140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Fyrir mér eru þessar spurningar ekki heilagar og sérfræðingar í spurningafræðum hafa sagt að fólk ráði vel við tíu spurningar, að það sé ekki fráhrindandi í augum fólks sem á annað borð fari á kjörstað.

Mér finnst allt í lagi að spyrja um fleira. Ég er ekki hrædd við að spyrja þjóðina að ýmsum málum. Ég mundi mjög gjarnan vilja spyrja þjóðina til dæmis um hvernig fiskveiðistjórnarkerfi hún vildi hafa eða lífeyrissjóðakerfi, hvort hún vildi verðtryggingu og annað en hvort það á akkúrat heima í þessu máli er ég ekki svo viss um. Hvað varðar það sem tengist stjórnarskránni beint eins og t.d. þingmaðurinn nefndi, framsal á fullveldi, ég er ekki hrædd við að bæta við spurningu um það.