149. löggjafarþing — 78. fundur,  11. mars 2019.

viðvera ráðherra við umræður um fiskeldi.

[15:04]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég var, eins og fleiri, ekki viðstödd 1. umr. af því að ég var með atvinnuveganefnd í Noregi. En ég hlustaði á svör ráðherra í andsvörum, m.a. varðandi samráð og samkomulag og viðhorf stjórnarflokkanna gagnvart málinu. Ég tel mjög mikilvægt við þessa umræðu, alla vega núna við 1. umr., að hæstv. umhverfisráðherra verði viðstaddur til að upplýsa um afstöðu sína gagnvart málinu. Það skiptir máli að fá að vita hver afstaða umhverfisráðherra í þessu mikilvæga máli er. Ég óska því eftir því að hann verði hér viðstaddur, þótt ekki sé nema í örskamma stund til að svara örfáum fyrirspurnum.