149. löggjafarþing — 78. fundur,  11. mars 2019.

viðvera ráðherra við umræður um fiskeldi.

[15:05]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þessa ósk heyrir forseti í fyrsta sinn nú. Forseti hafði gert ráðstafanir og tryggt að sjávarútvegsráðherra yrði viðstaddur umræðuna. En samkvæmt venju verður þeim skilaboðum komið til hæstv. umhverfisráðherra að nærveru hans sé óskað. Málið er á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og verður hann hér viðstaddur.

Nú er upplýst að umhverfisráðherra er erlendis þannig að ég sé ekki að því verði við komið að mæta óskum hv. þingmanns, enda hefði verið ágætt að hafa að því meiri aðdraganda.