Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 78. fundur,  9. mars 2023.

nafnskírteini.

803. mál
[12:27]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan þá tel ég að þetta hafi verið sjónarmiðið sem kannski ræður ferð í þessari tillögu um að þetta sé skuli vera áfram útgefið af Útlendingastofnun. Ég hvet þá bara nefndina sem ég trúi að hv. þingmaður sitji í til þess að skoða þetta nánar. Ég held að það sé sjálfsagt að reyna að leita einföldustu leiðarinnar í þessu eins og öllu öðru og ástæðulaust í öllum önnunum að vera að óþörfu, ef menn telja það, að bæta verkefnum á Útlendingastofnun. Þar er í mörg horn að líta eins og við þekkjum. Það kemur þá bara í ljós við málsmeðferðina hvort menn telji aðra tilhögun betri í þeim efnum.