149. löggjafarþing — 79. fundur,  18. mars 2019.

viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[14:37]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er svo, og túlkun Alþingis var sú að þessi afgreiðsla stæðist algjörlega þingskapalögin. Um hana var ekki fjallað í upprunalegum dómi héraðsdóms í fyrsta málinu sem gekk í þessu máli, en síðan var sú afgreiðsla tekin til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar sem gekk í kjölfarið. Ég held að það kalli hreinlega á að við rýnum þetta sömuleiðis betur hér á vettvangi þingsins. Okkar besta fólk sem setið hefur yfir þessu telur ekki að þetta eigi við. Ég ítreka að þeirri skoðun er ekki lokið og við munum eiga áframhaldandi samtal um það, m.a. á vettvangi þingsins og á vettvangi formanna flokkanna.