133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

5. fsp.

[15:50]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður verður að bíta í það súra epli að sitja ekki í ríkisstjórn. Í ríkisstjórninni var það einfaldlega samþykkt að fjármagn til Fjölmenntar yrði aukið til þess að hægt yrði að halda starfseminni áfram með sama hætti, eða um 12 millj. kr. á ári. Hvað er verið að svíkja? Það er ekki verið að svíkja neitt heldur er verið að bæta og efla aðstöðu geðfatlaðra til menntunar og starfsendurhæfingar. Um það snýst málið. Að sjálfsögðu er það þannig á þessu sviði sem öðrum að bæta má í. Það er bara allt annað. Við skulum hafa það á hreinu að hér er ekki verið að skerða, minnka eða hætta við starfsemi af hálfu ríkisstjórnarinnar, svo það sé skýrt.