Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

uppbygging þjóðarhallar.

[10:39]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Já, ég efast um það að forsætisráðherra, íþróttaráðherra eða aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji vera með á myndamómentinu þegar íslenska landsliðið í handbolta, þegar íslenska landsliðið í körfubolta spilar sína heimaleiki hjá okkar gömlu herraþjóðum, Dönum eða Norðmönnum. Ég held að þeir vilji nú ekki vera á slíkri mynd.

Mér finnst að ríkisstjórnin þurfi að sýna þann manndóm að tala skýrt, ekki segja: Við bindum vonir um. Við ætlum að klára þetta verkefni á kjörtímabilinu. Eða var tilgangurinn í maíplagginu sem skrifað var undir kannski bara sá að láta plaggið lifa rétt fram yfir sveitarstjórnarkosningar?

Ég vil segja við hæstv. forsætisráðherra: Sýnið forystu. Talið afdráttarlaust og segið við íþróttahreyfinguna: Já, við ætlum að klára þjóðarhöllina 2025, á þessu kjörtímabili. Í guðanna bænum setjið ekki alla ábyrgð yfir á næstu ríkisstjórn í öllum málum sem þið setjið hér fram.