Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

frítekjumark almannatrygginga.

[10:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra var einnig sammála mér. Nú er forsetinn að verða sammála mér en ekkert skeður. Hvers vegna í ósköpunum eruð þið sammála þessu en gerið ekkert? Vegna þess að þetta er fólkið sem getur ekki varið sig, það getur á engan hátt varið sig. Þið eruð að tala um að leggja inn, hvað? Búið að setja 3%, ætlið að bæta við 6%. Hvaða áhrif hefur þetta? Það skerðir tekjurnar af því að frítekjumörkin fylgja ekki með. Það verða bara auknar skerðingar. Þetta fólk má ekki við því. [Hávaði í þingsal.] — Sko, hækjurnar detta meira að segja. Ég ætti kannski að lána ríkisstjórninni þær til að halda kerfinu uppi.

Þið notið ekki einu sinni tækifærið til þess að hjálpa þessu fólki vegna þess að eina leiðin er að láta þetta fólk hafa skatta- og skerðingarlausar tekjur. Við vitum það. En samt segið þið: Við ætlum að setja 6% inn í kerfið. Þið vitið að það eru keðjuverkandi skerðingar, þið vitið að það skilar sér ekki. Hvers vegna?