154. löggjafarþing — 8. fundur,  21. sept. 2023.

sameining framhaldsskóla.

[10:59]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Hér talar ráðherra eins og það sé unnið á grunni einhverra gríðarlegra greininga og áætlana. Það er bara alls ekki raunin. Við afgreiddum hér fjármálaáætlun í vor þar sem var ekki minnst orði á að það ætti að fara að sameina þessa framhaldsskóla til að ná fram einhverjum markmiðum sem ráðherra nefnir hér nú. Og hafi ráðherra lesið þessa skýrslu sem notuð er til að sprengja upp samfélagið á Akureyri ætti honum að vera ljóst að hún er öll byggð á sandi. Allt þetta tal um þróun starfsnema og líffræðilega þróun og hvað það er — þetta eru tölur sem eru úr lausu lofti gripnar og samræmast ekki því sem er að gerast í þeim skólum sem um er að ræða. Ráðherra talar eins og það liggi fyrir greiningar og áætlanir en þetta er bara út í loftið. Undir liggur síðan hótun frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um að ef ekki verði látinn meiri peningur í þetta þá þurfi bara að skera kerfið upp, rústa kerfinu. Ef ríkisstjórn getur ekki fjármagnað menntakerfi, (Forseti hringir.) til hvers er hún, ráðherra? Til hvers er ríkisstjórn sem ekki getur fjármagnað menntakerfi? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)