149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[17:48]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Þingmaðurinn minntist á Grænlendinga, nágrannaþjóð okkar í vestri eða norðvestri, og þeir eru í miklum vanda, af því að þingmaðurinn kom inn á menningarlegt gildi. Þeir eru frekar ungir í áfengisneyslu hvað varðar aðgengi að áfengi. Síðan getum við talað um þjóðir eins og Frakka og aðrar þjóðir á Evrópusvæðinu sem eru kannski ekki að díla beint við alkóhólisma heldur einmitt líkamlega sjúkdóma eins og lifrarsjúkdóma, æðasjúkdóma og annað slíkt. Punkturinn er þessi: Við erum sennilega ekki tilbúin í að taka þetta skref fyrr en eftir einhver X ár, sennilega eftir að við kveðjum, við sem hér stöndum.