149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[21:20]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Í mínum huga snýst þetta um að færa mörkin aðeins minna núna en samt sem áður ákveðnar en við höfum séð það gert í fyrri framlagningu, síðast þegar ég var hér. Mér finnst við alls ekki geta skautað fram hjá því að 74% þjóðarinnar sögðu árið 2018 að sátt væri um fyrirkomulagið eins og það væri. Svo er spurning ef maður fer út í einhvers konar markaðshyggju hvort maður þyrfti að hafa áhyggjur af því að ekki fengist lengur áfengi á landsbyggðinni. Ég sé fyrir mér að ef þetta væri gefið frjálst, ef ég fer alveg í hina áttina sem ég er persónulega ekki sammála, þyrfti maður að fara í 101 til að kaupa sér vín með matnum.