149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:35]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið sem var gott að mínum dómi og ég er sammála hv. þingmanni. Það er margbúið að sýna fram á það með rannsóknum að mjög mikilvægt er að takmarka aðgengi þegar kemur að þeim aldurshópi sem hv. þingmaður nefndi, 13, 14 ára og upp undir tvítugt.

Ég er alveg sannfærður um að þetta frumvarp gengur alveg þvert á þá stefnu okkar að minnka drykkju meðal ungs fólks, sem er afar mikilvægt að gera og okkur hefur tekist að minnka áfengisneyslu í þeim aldurshópi mjög verulega. Mjög góður árangur hefur náðst sem er eftirtektarverður, sá besti á Norðurlöndum og ég tel að með frumvarpinu séum við að stefna þessum árangri svo sannarlega í mikla hættu.