153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

opinn fundur um skýrslu um Lindarhvol.

[17:37]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þetta Lindarhvolsmál varðar bankahrunið og við eigum að hafa allt uppi á borðum sem varðar bankahrunið. Ég er eiginlega gjörsamlega hættur að skilja í þessu máli vegna þess að ríkisendurskoðandi er að vinna með vinnuplagg og sendir það inn í þingið. Forseti Alþingis les vinnuplaggið og það er löglegt. En ef ég myndi lesa það þá er það ólöglegt. Nefndin má fara og skoða plaggið en þá er kominn trúnaður. En ef ég ætla að lesa það þá er það ólöglegt. Ég bara skil ekki svona farsa. Þetta er farið að minna mann á Spaugstofuna, hún hefði kannski getað búið til svona farsa. En ég held að það sé kominn tími til að við leyfum bara öllum að lesa þetta. Ég held að það geti ekki verið það mikil leyndarmál í þessu að það skaði einn eða neinn.