154. löggjafarþing — 83. fundur,  11. mars 2024.

breytingar á lögum um útlendinga.

[15:36]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Ég vil bara minna á að í vinnu þingsins við búvörulög þá komu sjö fyrirvarar frá þingflokki Vinstri grænna, tveir almennir, tveir frá einstaka þingmönnum og svo 20, þar af fimm almennir frá Sjálfstæðisflokknum og einn frá Framsóknarflokknum. Þannig að það hefur áður gerst að fyrirvarar hafi verið settir í þinglegri meðferð mála. (SDG: … samkomulag.)

Hv. þingmaður spyr hér um hvaða fyrirvarar, ef ég skildi hann rétt, hefðu verið settir vegna heimflutnings fólks frá Gaza. Það mál var á hendi utanríkisráðuneytisins og á forræði utanríkisráðuneytisins og þar hefur komið fram … (Gripið fram í.) Þar hefur komið fram að listar voru sendir til egypskra og ísraelskra stjórnvalda og þessi hópur sem kom til Íslands kom eftir samþykki frá þeim stjórnvöldum.